Kveðja frá formanni

Á afmælisárinu okkar þegar Hollvinasamtökin fagna 10 árum, stefnum við hátt og snúum bökum saman. Góður árangur hefur verið af starfi okkar og framlögum undanfarin ár.

Hollvinasamtökin hafa notið mikils velvilja innan Heilsustofnunar nú hefur stofnunin lagt okkur Hollvinum til starfsmanna úr sínum röðum til að annast ákveðin verkefni. Unnið er að því að setja upp skrá með öllum félögum auk nýrra félaga en einnig verður greiðsluseðill sendur til félagsmanna vegna árgjalda. Af þessu mun verða mikið hagræði og erum við afar þakklát fyrir þetta góða framlag Heilsustofnunar.

Það er sannarlega von mín að á afmælisárinu getum við látið gott af okkur leiða

Með vinsemd og þökkum

olafur granzÓlafur Gränz,
formaður Hollvinasamtaka Heilsustofnunar