Hollvinasamtök Heilsustofnunar NLFÍ voru stofnuð á 50 ára afmæli HNLFÍ þann 24. júlí 2005 í húsakynnum stofnunarinnar. Helstu markmið Hollvinasamtaka HNLFÍ í Hveragerði eru eftirfarandi:
- Hollvinasamtök HNLFÍ eru samtök sem hafa það að leiðarljósi að styrkja starfsemi stofnunarinnar eftir fremsta megni, fjárhagslega eða á annan hátt.
- Hollvinasamtökin eru öllum opin sem áhuga hafa á starfsemi HNLFÍ í Hveragerði og vilja standa vörð um framtíð stofnunarinnar.
- Markmið samtakanna er að efla samkennd um mikilvægi stofnunarinnar fyrir alla landsmenn.
Vettvangur Hollvinasamtakanna er allt landið með fundaaðstöðu á skrifstofu HNLFÍ/NLFÍ í Hveragerði/Reykjavík.
Við hvetjum þá sem vilja gerast stofnfélagar að skrá sig. Árgjaldi er stillt í hóf, 3.500 kr.