You are currently viewing Aðalfundur Hollvinasamtaka 30. maí 2023
Mynd af stjórnarmönnum og skoðendum reikninga frá vinstri, Ingibjörg Jónsdóttir, Ólafur Hjálmarsson, Indriði Helgason, Margrét Grímsdóttir, Þuríður Hauksdóttir, Ómar Einarsson og Valdimar Júlíusson

Aðalfundur Hollvinasamtaka 30. maí 2023

Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofnunar haldinn í Kapellu þann 30. maí. 2023 kl. 19.30nni á Heilsustofnun.

Fundargerð

Mættir: Til aðalfundar komu 29 fundarmenn á Heilsustofnun.

Setning fundar. Þorleifur Gunnlaugsson formaður stjórnar setti fundinn og bauð gesti velkomna. Hann lagði til að Ingi Þór Jónsson verði fundarstjóri og var það samþykkt.

Fundarstjóri, Ingi Þór Jónsson þakkaði traustið og lagði til að Indriði Helgason ritaði fundinn og það var samþykkt. Fundurinn er löglega boðaður og gengið var til dagskrár.

Skýrsla stjórnar. Þorleifur Gunnlaugsson formaður, flutti skýrslu stjórnar, haldnir voru 11 stjórnarfundir á síðasta starfsári og minnir á að stjórnarstörf eru sjálfboðavinna. Heilsustofnun er í forgrunni og samskipti við dvalargesti og starfsfólk í senn ánægjuleg og mikilvæg. Góður starfsandi er á Heilsustofnun sem m.a. var Stofnun ársins 2022, annað árið í röð. Hann fór einnig yfir þau verkefni sem stjórn hefur staðið fyrir, kaup á ýmsum tækjum og búnaði og sagði frá að óskað var eftir tillögum frá bæði dvalargestum og starfsfólki um kaup á búnaði en það skilaði sér vel. Á síðasta aðalfundi var Þorleifur Gunnlaugsson kjörinn formaður en auk hans voru kjörin þau Margrét Grímsdóttir, Ólafur Hjálmarsson, Ólöf Guðrún Hafsteinsdóttir og Valdimar Júlíusson.

Í varastjórn voru kosin þau Þuríður Guðrún Hauksdóttir og Ómar Einarsson. Sá háttur var hafður á til að einfalda stjórnarstörfin en það dugar að 3 mæti til að fundur sé löglegur. Að öðru leyti taka varamenn ekki minni þátt í stjórnarstörfum en aðalmenn. Stjórnin er samhent og almennt voru stjórnarmenn iðnir við að mæta á stjórnarfundi.

Skoðunarmenn reikninga voru kosnir þeir Indriði Helgason og Þorkell Sævar Guðfinnsson. Ingi Þór Jónsson er starfsmaður stjórnar og að mati okkar er framlag hans ómetanlegt og kunnum við honum miklar þakkir fyrir fórnfúst starf í þágu Hollvina og gesta Heilsustofnunar.

Hér á eftir verða reikningar lagðir fram og ég ætla ekki að tíunda þá nú en eins og þið vitið eru tekjulindir félagsins annarsvegar félagsgjöld og hins vegar bingó en þar hafa þeir Valdimar og Ólafur staðið fremst í flokki og stjórnað stórglæsilegum bingókvöldum þar semfengnir hafa gefins, miklir vinningar og sjóðir félagsins hafa bólgnað auk þess sem dvalargestir halda í auknum mæli bingó í nafni Hollvina en því ber einnig að þakka.

Kaup á tækjum og tólum
Stjórnin hefur unnið áfram að innra starfi og nú var augum beint að heimasíðu okkar hollvinirhnlfi.is, hún gerð aðgengilegri og samtökin gerð sýnilegri. Í því skyni hefur Kristján Þór Árnason, grafískur hönnuður sem hefur starfað mikið fyrir Heilsustofnun og Náttúrulækningafélagið tekið að sér að breyta heimasíðunni í einfalda og myndræna síðu, gera kynningarblað í upplýsingamöppu sem er til staðar í herbergjum, gera líflega „upplýsinga-bannera“ á standi sem geta verið á nokkrum stöðum í húsinu. Stjórn þakkar Kristjáni kærlega fyrir framlagið.

Á liðnu stjórnarári gáfu Hollvinir eftirfarandi tæki og búnað:

  • Hjólaskýli
  • Hjólagrindur
  • 4 reiðhjól úr Erninum
  • Jógakubbar
  • Gong
  • Spil og fleira
  • Slökunarpúðar fyrir leirböðin
  • 12 flotkragar
  • 12 flothettur
  • 30 Yogadýnur
  • Tvo hjólastóla og þar af einn rafdrifinn
  • Tvo nuddbekki og hnakkastól fyrir nudddeild
  • Vatnsfont fyrir sundlaugarsvæði
  • Útihúsgögn
  • Veltibekk fyrir sjúkraþjálfun
  • Glæsilegt pool-borð og kjuða
  • Ýmsan búnað fyrir íþróttadeild, s.s. lóð og ketilbjöllur
  • Boccia og Kubb fyrir útileiki
  • Rafskutla (fyrir dvalargesti sem glíma við t.a.m. MS sjúkdóminn)
  • Einnig voru samþykkt kaup á jógaheilunarskálum fyrir sundlaugarsvæði og hljóðkerfi fyrir slökunarherbergið í Auðarsal og er það í vinnslu.

Stjórnarstarf gekk mjög vel á síðasta ári og eftir 2ja ára formennsku þá vill Þorleifur afhenda öðrum keflið. Hann þakkaði stjórnarmönnum fyrir skemmtilega fundi og góða samveru á liðnum árum.

Ársreikningur. Margrét Grímsdóttir gjaldkeri stjórnar fór fyrir ársreikning félagsins. Heildartekjur voru 2.444.653 kr. og greiddu 687 hollvinir árgjald. Heildarkostnaður 3.325.375 kr. Sjóðstaða í lok árs 2021 var 4.281.543 kr.

Fundarstjóri bauð orðið laust um skýrslu stjórnar. Þorleifur tók til máls og þakkaði Margréti fyrir vel unnin störf.

Spurning kom úr sal um afsláttarkort og fundarstjóri svaraði því að þátttaka í starfi Hollvina veiti ekki nein sérkjör og ekki er um afsláttarkort að ræða.

Úlfhildur spyr um hvert árgjaldið er og var því svarað, 3.000 kr.

Elísabet Jökulsdóttir hrósar samtökunum og ræddi um spilaaðstöðu í Kringlunni, umræður sköpuðust og er á verkefnalista stjórnar að vinna að endurnýjun húsgagna á svæðinu sem eru komin til ára sinna.

Magnús vakti máls á því að það þurfi að gera átak í að fjölga Hollvinum og um þetta sköpuðust umræður. Rætt um að kynningarefni innanhúss muni vonandi bera árangur.

Valdimar ræddi um ársreikninginn og nauðsynlegt að auka tekjur. Þorleifur sagði að það hefði verið skýr stefna að ganga ekki nærri sjóðum félagsins..

Tilnefningar til trúnaðarstarfa. Samkvæmt lögum skal formaður kosinn til eins árs í senn. Meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára í senn, tveir hvert ár og varamenn kjörnir til eins árs.

  • Lagt er til að Ólafur Hjálmarsson verði kjörin formaður til eins árs. 
  • Lagt er til að Ómar Einarsson og Margrét Grímsdóttir verði kjörin meðstjórnendur til tveggja ára, 2022 – 2024.  
  • Lagt er til að Drífa Hjartardóttir og Ingibjörg Jónsdóttir verði kjörnar sem varamenn til eins árs.
  • Lagt er til að Indriði Helgason og Þorkell Sævar Guðfinnsson verði kjörnir skoðunarmenn reikninga.

Ingibjörg Jónsdóttir tilnefndur varamaður kynnti sig og sagði frá sínum áhuga á starfi Hollvina og hennar áherslur varðandi heilbrigðan lífstíl

Fundarstjóri bar upp skýrslu stjórnar og reikninga samtakanna sem voru samþykktir.

Lagabreytingar. Engar tillögur um lagabreytingar lágu fyrir fundinn.

Árgjald. Fráfarandi stjórn lagði til hóflega hækkun á árgjaldi sem hefur verið 3.000 kr. um nokkurt skeið. Aðalfundur samþykkti að árgjaldið verði frá næstu áramótum 3.500 kr.

Ólafur Hjálmarsson nýkjörinn formaður og Þorleifur Gunnlaugsson fráfarandi formaður

Önnur mál.

Magnús kvaddi sér hljóðs og ræddi um mikilvægi og hollustu Hollvinasamtakanna og ætlar að ganga til liðs við samtökin.

Fundarstjóri þakkaði fyrir sig og bauð nýkjörnum formanni að slíta fundi.

Ólafur Hjálmarsson nýkjörinn formaður tók til máls og þakkaði traustið. Hann mun leggja sig fram um að halda áfram góðu starfi Hollvina og þakkaði fráfarandi formanni fyrir góð störf og fékk Þorleifur kröftugt lófaklapp á fundinum.

Formaður þakkaði fundargestum fyrir komuna og fundi slitið kl. 20:50.

Fundaritari

Indriði Helgason