Aðalfundur var haldinn í Hollvinasamtökum Heilsustofnunar NLFÍ, 27. júlí sl. Þar lét Ólafur Gränz af embætti sem formaður Hollvinasamtakanna. Hann hafði verið formaður í 5 ár, verið ötull talsmaður Heilsustofnunar og náð góðum árangri í söfnum fjár til margvíslegra verkefna og hluta sem stutt hafa starf stofnunarinnar. Voru honum sérstaklega þökkuð góð störf.
Ný stjórn var kosin og er skipuð eftirfarandi fólki.
- Björk Vilhelmsdóttir, formaður
- Valdirmar Lárus Júlíusson, varaformaður
- Margrét Grímsdóttir
- Sigrún Sigurðardóttir
- Þuríður Guðrún Aradóttir
Í varastjórn eru:
- Sveinn Rúnar Hauksson
- Þröstur Sigurðsson