60 ára afmæli Heilsustofnunar

Heilsustofnun tók til starfa árið 1955 og verður haldið upp á 60 ára afmælið með ýmsum hætti á þessu ári. 

Unnið er að útgáfu á blaði um Heilsustofnun sem verður dreift með Morgunblaðinu þann 14.maí nk. Haldið verður upp á afmælið sunnudaginn 28. júní nk. og eru Hollvinir beðnir um að taka daginn frá. Dagskrá verður kynnt síðar.