þann 27. maí. 2025 kl. 19.30
Fundargerð
Mættir: Til aðalfundar komu 17 fundarmenn.
Setning fundar. Ólafur Hjálmarsson formaður stjórnar setti fundinn og bauð gesti velkomna. Hann lagði til að Drífa Hjartardóttir verði fundarstjóri og var það samþykkt.
Fundarstjóri, Drífa Hjartardóttir þakkaði traustið og lagði til að Ingi Þór Jónsson ritaði fundinn og það var samþykkt. Fundurinn er löglega boðaður og gengið var til dagskrár.
Skýrsla stjórnar. Ólafur Hjálmarsson formaður, flutti skýrslu stjórnar, haldnir voru 4 formlegir fundir og þess utan samtöl og samskipti á netinu og í síma.
Ólafur fór yfir það sem hefur verið gert á síðasta ári. Stjórn Hollvina leggur áherslu á að hlusta eftir hjá dvalargestum og starfsfólki hvaða tæki og búnað vantar. T.a.m. var bent á að stólar í Rúv sal væru orðnir slæmir og fjármögnuðu Hollvinir kaup á nýjum stólum. Margir leggja Hollvinum lið, einn hlaupari í Reykjavíkurmaraþoni safnaði áheitum sem runnu beint í sjóð Hollvina. Einnig hafa fleiri hetjur eins og Sigríður Eyþórsdóttir, Hilmar Hólmgeirs, Elísabet Jökuls og ýmsir fleiri komið að kvöldvökum sem eru ávallt vinsælar. Ýmsir aðrir listamenn hafa komið að málum, má nefna Jón Aðalstein sem er um þessar mundir með myndlistasýningu og eru nánast allar myndir seldar og andvirði lagt inn á sjóð Hollvina. Bingó hafa vera haldin reglulega og skilað góðum tekjum. Ýmsir hafa komið að bingóhaldi en sérstakar þakkir fær Arna Dal fyrir sitt framlag.
Hollvinir horfa fram á veginn og Ólafur sagði tvöfalt afmæli í sumar, Heilsustofnun 70 ára og Hollvinir 20 ára. Gert er ráð fyrir að afmælishátíð Heilsustofnunar þann 16. ágúst nk.
Ólafur þakkaði stjórnarmönnum fyrir gott samstarf, hann þakkaði einnig fundargestum og lagði áherslu á að mikilvægt væri að hlusta eftir óskum dvalargesta.
Reikningar félagsins
Margrét Grímsdóttir fór yfir reikninga félagsins, félögum hefur fjölgað og eru 1.011 skráðir í Hollvinasamtökin og í raun tímamót og sérstaklega ánægjulegt. 881 greiddu árgjaldið í fyrra. Tekjur á síðasta ári voru 4.233.642 kr. og þar af var um 1.000.000 kr. sértekjur vegna bingóhalds og framlag listamanna sem seldu verk sín í nafni Hollvina. Margrét fór einnig vel yfir það sem Hollvinir keyptu á síðasta ári, heildarkostnaður var 2.826.161 kr:
Kaup á tækjum og tólum á liðnu ári
- Stólar fyrir Rúv salinn
- Pool borð
- Jógadýnur o.fl.
- Sundkragar
- Nótnastatíf
- Ýmis spil
- Stuðningspúðar
- Styrkur vegna kvöldvökur
- Sólbekkir fyrir sundlaugasvæðið
- Hlaupabretti
- Flothettur
Fundarstjóri bar skýrslu stjórnar og reikninga félagsins upp til samþykktar, samþykkt samhljóða.
Stjórnarkjör
Fundarstjóri bar upp tillögur stjórnar:
- Til formanns: Ólafur Hjálmarsson
- Til tveggja meðstjórnenda í tvö ár:
- Margrét Grímsdóttir
- Ómar Einarsson
- Til tveggja varamanna í eitt ár:
- Drífa Hartardóttir
- Ingibjörg Jónsdóttir
- Skoðunarmenn reikninga til eins árs
- Indriði Helgason
- Þorkell Sævar Guðfinnsson
Engar aðrar tillögur lágu fyrir fundinn og vöru tillögur samþykktar samhljóma
Lagabreytingar. Engar lagabreytingar lágu fyrir.
Árgjald, samþykkt að árgjald yrði óbreytt árið 2026, 3.500 kr.
Önnur mál
Tillaga um styrk. Ólafur Hjálmarsson bar fram tillögu frá stjórn Hollvina um styrk fyrir allt að 1.500.000 í gerð núvitundargarðs á Heilsustofnun. Margrét Grímsdóttir sagði hugmyndina koma frá fyrrverandi starfsmönnum sem eru frumkvöðlar í að innleiða námskeið í núvitund á Íslandi. Hún nefndi Bee McEvoy og Margréti Arnljótsdóttur í því sambandi og mikinn hug þeirra um þessa framkvæmd sem myndi koma sér afar vel fyrir dvalargesti. Hugmyndin er að gera endurbætur á núverandi svæði fyrir aftan móttökuna þar sem fólk getur gengið í núvitund en einnig upplifun fyrir skynfærin, lykt, hljóð o.s.frv. Tillagan var borin upp á fundinum og hún samþykkt.
Fundarmenn kvöddu sér hljóðs, Lilja sem er Hollvinur sagði að dásamlegt væri hvað er búið er að gera fyrir þessa stofnun, en bar einnig fram tillögu um að eitthvað væri gert fyrir Listasmiðjuna, þar vantar málningu, pensla o.fl.
Anna, gestur á fundinum, stórt hrós til Hollvina og hún ætlar að ganga í félagið. Sama sagði Nína sem hefur mikinn áhuga á starfi Hollvina og ætlar að ganga í félagið.
Ingi Þór nefndi að það skipti máli að fá skilaboð frá dvalargestum um hvað má bæta varðandi aðstöðu og búnað.
Drífa þakkaði fyrir sig og Ólafur Hjálmarsson sleit fundi um leið og hann hvatti fundarmenn til að breiða út boðskapinn um starf Hollvina.
Fundaritari
Ingi Þór Jónsson