You are currently viewing Fréttabréf Hollvina Heilsustofnunar júlí 2025

Fréttabréf Hollvina Heilsustofnunar júlí 2025

2025_hollvinir_frettabrefKæru Hollvinir

Aðalfundur Hollvina var haldinn þann 27. maí sl. Formaður flutti skýrslu stjórnar og kom fram að á þessu ári verður afmælishátíð í tilefni af 70 ára afmæli Heilsustofnunar og 20 ára afmæli Hollvinasamtakanna. Hátíðin verður haldin 16.ágúst.

Farið var yfir reikninga samtakanna. Fram kom að 1.011 félagar eru í samtökunum og um 900 manns greiddu árgjald á síðasta ári.

Þakkir voru einnig færðar til listamanna sem héldu sölusýningar og ágóði fór í sjóð Hollvina.

Kvöldvökur voru haldnar að venju og komu margir að málum en einnig héldu dvalargestir nokkur bingó þar sem safnaðist töluvert í sjóð Hollvina.

Heilsustofnun var kjörin Stofnun ársins í sínum flokki fjórða árið í röð.

Samþykkt var á aðalfundi að leggja allt að 1.500.000 kr. vegna núvitundargarðs á lóð Heilsustofnunar.

  • Kaup á tækjum og búnaði:
    Stólar fyrir Rúv salinn
  • Viðhald á reiðhjólum
  • Pool borð – endurnýjun
  • Jógapúðar, kubbar og dýnur
  • Nótnastatíf
  • Sundkragar og flothettur
  • Stuðningspúðar
  • Hlaupabretti
  • Spil

Auk þess voru haldin fjölmörg bingókvöld, kvöldvökur og söngskemmtanir.

Aðrar fréttir:

Fyrirhugað er að safna fyrir nýjum rúmbotnum fyrir Heilsustofnun en margir eru komnir til ára sinna Leitað verður til fyrirtækja og samtaka. Þeir sem hafa tengsl við fyrirtæki eða samtök mega gjarnan hafa samband við  formann eða Heilsustofnun.

Fyrir hönd stjórnar, Ólafur Hjálmarsson, formaður               

Eftirtaldir sitja í stjórn

Ólafur Hjálmarsson formaður

Ómar Einarsson

Margrét Grímsdóttir

Valdimar Júlíusson

Þuríður Guðrún Hauksdóttir

Í varastjórn:

Drífa Hjartardóttir

Ingibjörg Jónsdóttir

Skoðunarm. reikninga

Indriði Helgason

Þorkell Sævar Guðfinnsson


2025_hollvinir_frettabref á PDF formi